Pirelli sleppir dagatali

Úr dagatali frá Pirelli.
Úr dagatali frá Pirelli.

Ítalska dekkjaframleiðandanum Pirelli hefur ákveðið að hætta að gefa út sín frægu dagatöl.

Fyrirtækið hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir dagatölin því þar hefur verið teflt fram hálfnöktum, eða gott betur, fyrirsætum. Þau hafa verið gefin út í áratugi, eða frá 1964, og þekkja margir þau úr bílaverkstæðum.

Mun 2021 dagatalið ekki koma út en óljóst er hvort þráðurinn verði síðar tekinn upp að nýju. Í staðinn hefur Pirelli ákveðið að gefa 100.000 evrur til baráttunnar gegn kórónuveirunni.

mbl.is