Corolla situr föst á toppnum

Toyota Corolla.
Toyota Corolla.

Mest seldi bíllinn í heiminum frá áramótum er Toyota Corolla. Hún hefur lengi trónað  á toppnum. 

Í öðru sæti frá áramótum er söluhæsti pallbíll allra tíma, Ford F-serían. Í þriðja sæti á lista yfir 10 söluhæstu bílana er svo fyrsti sportjeppi sögunnar,  Toyota RAV4.

Alls hafa 183.629 Corollur verið seldar frá ársbyrjun sem er 2,2% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Þá seldust 149.200  Ford F sem er 0,7% samdráttur og af RAV4 eru farnir 134.869 bílar frá áramótum sem er 13,7% aukning milli ára.

Tvær Hondur sitja fjórða og fimmta sætið en hafa orðioð fyrir samdrætti. Af Honda CR-V hafa selst 105.446 bílar (-7,3%) og Civic 94.544 (-21,3%).

Í sætum sex til tíu urðu Toyota Camry með 89.978 selda bíla (-9,3%), RAM pallbíll með 86.946 (-0,1), Toyota Hilux með 85.232 (-4,4%), Chevrolet Silverado með 84.497 (0,8%) og loks Volkswagen Tigua sem orðið hefur fyrir miklum samdrætti, eða 21,4%. Hefur hann selst í 81.486 eintökum frá áramótum.

mbl.is