Hrun í Frakklandi

Annars konar farartæki sjást á götum Parísar þessa dagan en …
Annars konar farartæki sjást á götum Parísar þessa dagan en lítið sem ekki neitt af fólksbílum. AFP

Ekkert orð er til annað um það, en algjört hrun varð í bílasölu í Frakklandi í nýliðnum marsmánuði. Drógust nýskráningar saman um 72,2% og er kórónuvírusfaraldrinum kennt um.

Að sögn AFP-fréttastofunnar er búist einnig við ámóta hruni á öðrum mörkuðum Evrópu þar sem bílasölur voru ekki opnar nema rúman fyrri helming marsmánaðar.  

Voru nýskráningar 62.688 talsins í mánuðinum, að sögn franska bílgreinasambandsins (CCFA). Söludagar voru 22 en 21 í mars fyrir ári. Nam bílasalan annars staðar  16. mars með aðgerðum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Og vikuna þar á undan höfðu landsmenn verið beðnir að takmarka óþarfa ferðalög.   

Fyrstu þrjá mánuði ársins er samdráttur í sölu nýrra bíla í Frakklandi 34%.
Eyjólfur hinn franski hressist ekki í bráð því útgöngubann hefur verið framlengt til 15. apríl.

Sérfræðingar um bílamarkaðinn eru farnir að spá því að fyrir árið 2020 í heild verði nýskráningar allt að 20% færri  en í fyrra.  

Líklegt þykir að háar tölur um sölufall í löndum sem gripu til ráðstafana gegn veirunni birtist á næstu dögum. Í Kína dróst bílasala til dæmis saman um 80% í febrúar.

mbl.is