Bílar víkja fyrir bráðabirgðaspítala

Bandaríski herinn hefur komið upp vígvallarspítala í TCF center ráðstefnuhöllinni …
Bandaríski herinn hefur komið upp vígvallarspítala í TCF center ráðstefnuhöllinni í Detroit vegna stríðsins við kórónuveiruna. AFP

Alþjóðlegu bílasýningu Norður-Ameríku (NAIAS) - betur þekkt sem bílasýningin í Detroit - hefur verið aflýst vegna heimsfaraldurs af völdum kórónuveirunnar.

Sýningin var ráðgerð í júní í stað hins hefðbunda sýningartíma í janúar. Í húsakynnum sýningarinnar, TCF, hefur verið hafist handa við að koma upp bráðabirgðaspítala til stríðsins við kórónuveiruna.

Sýningin í Detroit er ekki sú fyrsta stóra sem blásin er af vegna kórónuveirunnar. Sömu örlög hafa hlotið árlega sýningar í New York, Peking, Genf og loks sú stærsta, í París.

mbl.is