BL veitir viðskiptavinum afslátt

Verkefnið „Allir vinna“ nær til bílaverkstæða.
Verkefnið „Allir vinna“ nær til bílaverkstæða. mbl.is/Árni Sæberg

Í tilefni niðurfellingar virðisaukaskatts af bílaviðgerðavinnu hjá viðurkenndum fagaðilum ætlar BL að veita afslátt af verði varahluta á bílaverkstæðum fyrirtækisins.

Ákvörðun stjórnvalda um að útvíkka verkefnið „Allir vinna“ og láta það einnig ná til verkstæða felur í sér að einstaklingar, utan rekstrar, geta nú sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við viðgerðir á bílum sínum.

Endurgreiðslan miðast við virðisaukaskatt af vinnu sem er a.m.k. að upphæð kr. 25.000 án VSK eða meira.

„BL ehf. fagnar þessari ákvörðun stjórnvalda sem á án ef eftir að létta undir með bíleigendum og gera þeim kleift að huga vel að öryggi bíla sinna fyrir ferðalög sumarsins. Af þessu tilefni ætlar BL að gefa 10% aukaafslátt til einstaklinga af verði varahluta sem notaðir eru í viðgerðir á verkstæðum fyrirtækisins við Sævarhöfða, hjá Hyundai í Kauptúni og hjá Jaguar Land Rover við Hestháls. Afslátturinn er veittur óháð því hvort viðskiptavinir nýta sér niðurfellingu virðisaukaskatts af viðgerðavinnu eða ekki,“ segir í tilkynningu.

mbl.is