16 milljónir kílómetra

Kortlagningarbíll Google Street View við mælingar og myndatökur í Svíþjóð.
Kortlagningarbíll Google Street View við mælingar og myndatökur í Svíþjóð. AFP

Fulltrúar Google Street View hafa mikið á sig lagt til að fullgera kortasíðuna ágætu á netinu.

Á tveimur árum hafa mælibílar „Google Cars“ lagt að baki 16 milljónir kílómetra á byggðum svæðum við kortlagninguna. Jafngildir það 18 ferðir til tunglsins, fram og til baka.

Þó eru það ekki einvörðungu bílar sem brúkaðir hafa verið við kortagerðina, heldur einnig reiðhjól svo og kindur með áfestar myndavélar. Þá hefur göngufólk og skokkarar myndað á svæðum sem engu öðru var við komið. Hefur hersingin farið um alla vegi um 98% heimsins við kortlagninguna.

mbl.is