Einstaklingsmarkaðurinn vaxið um 24%

Hyundai var vinsælasta merki bílaleiganna í bílkaupum þeirra í mars.
Hyundai var vinsælasta merki bílaleiganna í bílkaupum þeirra í mars. mbl.is/Árni Sæberg

Í marsmánuði voru alls 1.165 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 5,3% færri en í sama mánuði 2019.

Hafa nú alls 2.784 bílar verið nýskráðir frá áramótum, 317 færri en á sama tímabili í fyrra og nemur samdrátturinn 10,2 prósentum.

Bílaleigur landsins nýskráðu 211 fólks- og sendibíla í mars, 57% færri en í sama mánuði 2019. Það sem af er árinu hafa leigurnar nýskráð 601 fólks- og sendibíl, tæpum 46,8% færri en fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra þegar nýskráningarnar voru 1.129.

 „Sé litið til meginmarkaðanna þriggja, það er einstaklingsmarkaðar, fyrirtækjamarkaðar og bílaleigumarkaðar, hefur hlutdeild einstaklinga í nýskráningum fólks- og sendibíla vaxið um 23,9% það sem af er árinu. Alls hafa einstaklingar keypt 1.524 nýja fólks- og sendibíla á árinu samanborið við 1.230 á sama tímabili 2019,“ segir í tilkynningu frá BL um bílasöluna í marsmánuði.

mbl.is