Hættir sölu fólksbíla í Kína

Renault fólksbílar eru á útleið frá Kína.
Renault fólksbílar eru á útleið frá Kína. Ljósynd/Renault

Renault hefur ákveðið að draga sig af Kínamarkaði fyrir fólksbíla og einbeita sér þar að sölu léttra atvinnubíla undir eigin merkjum og rafbíla.

Vegna þessa mun Renault afhenda Dongfeng Motor í Kína öll hlutabréf sín í samstarfsfyrirtækinu Dongfeng Renault Automotive Company, sem framleitt hefur Renault Captur, Kadjar og Koleos jeppana og bílvélar í Kína. Mun Dongfeng hætta allri Renault-bundinni starfsemi í Kína.

Renault sneri aftur á Kínamarkað arið 2016 en þar áður eftirlét það Nissan markaðinn. Hefur franski bílsmiðurinn aldrei náð góðri fótsfestu í Kína. Setti það sér sem markmið að selja þar allt að 800.000 bíla á ári. Í fyrra, 2019, dróst hún saman um 19% og nam aðeins 179.571 eintökum. 

mbl.is