88,8% hrun

Á bílasölu Renault í París er að finna margt tilboðið …
Á bílasölu Renault í París er að finna margt tilboðið á nýjum bílum. AFP

Algjört hrun varð í sölu nýrra bíla í  nýliðnum aprílmánuði í Frakklandi. Drógust nýskráningar saman um 88,8%.

Að sögn AFP-fréttastofunnar er skýringanna að leita í ströngum gagnaðgerðum í stríðinu við kórónuveiruna. Í þeim fólst m.a. lokun bílaumboða og ferðabann.

Samdrátturinn á sér engan líkan og bætist við algjört hrun í bílasölu í mars.  Kom fækkunin í apríl jafnt við franska bílsmiða sem erlenda í Frakklandi.

Þannig drógust nýskráningar bíla frá PSA (Peugeot, Citroen, DS, Opel) saman um 84,3% og 83,8% í tilviki  Renault en þar í eru taldir bílar frá dótturfyrirtækjunum Dacia og Alpine, að sögn franska bílgreinasambandsins (CCFA).

mbl.is