„Ísland vill sjá þig í sumar“

Ísland frá ýmsum sjónarhornum.
Ísland frá ýmsum sjónarhornum.

Bílabúð Benna hefur fengið Fosshótel, Orkuna og Bylgjuna til samstarfs við sig og sett í gang markaðsherferð undir yfirskriftinni „Ísland vill sjá þig í sumar“.

Þar eru Íslendingar hvattir til að gera gott úr ástandinu, kynnast landinu sínu betur og nýta plássið sem erlendu gestirnir okkar hefðu annars notið, segir í tilkynningu.

„Við erum stolt af því að styðja íslenska ferðaþjónustu í verki og látum í því skyni sjö nætur á Fosshótelum með morgunverði, að verðmæti 210 þúsund kr. og eldsneytiskort að verðmæti 50.000 kr. frá Orkunni, fylgja í kaupauka með völdum notuðum bílum,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.

„Þá erum við líka með í gangi ævintýrapott, þar sem allir geta tekið þátt og unnið margs konar ævintýraupplifun með samstarfsaðilum okkar úr ferðaþjónustunni,“ bætir Benedikt og heldur áfram: „Síðast en ekki síst vil ég nefna að þrátt fyrir allt að 15% gengisfall krónunnar, höfum við tekið þá ákvörun að hækka ekki verð á nýjum bílum, en þar er að sjálfsögðu um takmarkað magn bíla að ræða og enn hægt að gera frábær kaup.“

mbl.is