Mary Barra þénar mest

Mary Barra forstjóri General Motors.
Mary Barra forstjóri General Motors.

Bandarískir bílsmiðir hafa verið að birta ársuppgjör sitt fyrir árið 2019 og vekur athygli að launahæsti forstjórinn er kona að nafni Mary Barra.

Barra stýrir General Motors, sem lengi var stærsti bílsmiður heims. Fékk hún útborgaða 21,6 milljónir fyrir starf sitt í fyrra, eða sem svarar til 3,15 milljarða króna.

Jim Hackett fékk ekki eins há laun frá Ford en góðan skilding þó, 17,36 milljónir dollara, um 2,53 milljarðar.

Í þriðja sæti forstjóra bílafyrirtækjanna þriggja frá Detroit  varð svo Mike Manley hjá Chrysler með 14,45 millljónir dollara í tekjur, en það samsvarar um 2,11 milljörðum króna.

Hafa má svo í huga, að Barra og aðrir af helstu stjórnendum fyrirtækisins General Motors hafa tekið á sig 20% launalækkun frá 1. apríl í ár vegna kórónaveirufaraldursins.

mbl.is