Öldungum á þýskum vegum fjölgar

Mercedes 500K sem framleiddur var á árunum 1934 – 1936.
Mercedes 500K sem framleiddur var á árunum 1934 – 1936.

Öldruðum bílum hefur stórfjölgað á þýskum vegum og að sama skapi hækkar meðalaldur bíla í umferðinni í Þýskalandi.

Á þýsku bifreiðaskránni voru 595.046 „gamlingjar“, þ.e.a.s. bílar eldri en 30 ára, við síðustu áramót.

Fjölgaði þeim að meðaltali um 10,9% á árinu 2019. Öldnum vörubílum fjölgaði um 14,3%, einkabílum um 10,8% en seinni hópurinn telur 88,4% alls þýska bílaflotans.

Þá voru samtals 52.399 bílar á skránni sem orðnir voru sextugir eða eldri. Fjölgaði þeim um rúmlega 9.000 eintök.

mbl.is