Banaslysum stórfækkar

Lögreglumaður klárar vakt við lögreglustöð í París.
Lögreglumaður klárar vakt við lögreglustöð í París. AFP

Það er þakkað aðgerðum ríkisstjórnarinnar gegn útbreiðslu kórónuveirunnar, að banaslysum á frönskum vegum stórfækkaði, eða um 55,8%

Þetta er samkvæmt upplýsingum frá samtökum sem láta umferðaröryggi til sín taka í Frakklandi. Rekja þau fækkun banaslysanna til þess að landsmenn voru að stórum hluta til lokaðir inni á heimilum sínum.

Fjöldi látinna í nýliðnum apríl var 103 eða 133 færri en í apríl í fyrra, er fjöldinn nam 236 látnum. Alls voru 29% slysanna rakin til áhrifa áfengis.
 
Aðgerðir gegn kórónuveirunni komu til framkvæmda um miðjan mars. Í þeim mánuði einum fækkaði banaslysunum um 39,6%.

mbl.is