Vel gengið að selja í erfiðu ástandi

Góð sala hefur verið í notuðum bílum að undanförnu.
Góð sala hefur verið í notuðum bílum að undanförnu. mbl.is/Árni Sæberg

„Sala í flokki notaðra bifreiða hefur verið mjög góð fyrstu mánuði ársins,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri bílaumboðsins Öskju, um bílasölu það sem af er ári.

Að hans sögn vegur hagstætt verð notaðra bifreiða þar mest. Hefur salan af þeim sökum verið betri en í fyrra. „Það hefur verið virkilega gott að gera hjá okkur í þessum flokki. Það er alveg greinilegt að markaðurinn er að horfa til þess að verð á notuðum bifreiðum er hagstætt í dag,“ segir Jón Trausti og bætir við að auk þess hafi mikill erill verið í þjónustudeildum umboðsins.

Það má jafnframt rekja til væntanlegra ferðalaga Íslendinga innanlands. „Það hefur verið nóg að gera hjá okkur í þjónustunni sem kannski sýnir að Íslendingar ætla að ferðast um landið í sumar. Það er auðvitað mjög jákvætt,“ segir Jón Trausti.

mbl.is