Rolls-Royce segir upp 9 þúsund manns

Flugvélahreyfill frá Rolls-Royce.
Flugvélahreyfill frá Rolls-Royce. AFP

Breska fyrirtækið Rolls-Royce, sem framleiðir flugvélahreyfla, ætlar að segja upp níu þúsund starfsmönnum hið minnsta og draga úr rekstrarkostnaði á öllum sviðum rekstrar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til kauphallarinnar í London en að sögn forstjóra Rolls-Royce, Warren East, verður farið í viðamikla endurskipulagningu rekstrar þar sem tekið er tillit til breytts landslags á flugmarkaði. Alls starfa 52 þúsund hjá fyrirtækinu en verður fækkað um níu þúsund hið minnsta segir hann í tilkynningu.

mbl.is