GM úr lögum við Lada

Fínt skal það vera á sýningarpalli alþjóðlegu bílasýningarinnar í Moskvu …
Fínt skal það vera á sýningarpalli alþjóðlegu bílasýningarinnar í Moskvu þegar Lada Vestra var frumsýnd. AFP

Bandaríski bílrisinn General Motors (GM) gekk á sínum tíma til samstarfs við rússneska bílaframleiðandann Lada, eða árið 2001.

Tilgangurinn var að smíða rússneskan Chevroletjeppa með drif á öllum fjórum hjólum. Hlaut hann nafnið Niva og ætlunin var að smíða stóran fjórhjóladrifsjeppa upp úr Niva-jeppanum sem Lada smíðaði.

Ekki hefur samstarfið borið ríkulegan ávöxt því smám saman hefur Ladafyrirtækið verið að kaupa GM út úr samstarfsfyrirtækinu. Chevroletjeppinn er hluti af reglulegri starfsemi Lada, sem Lada Vesta.

Lada gengur annars vel á heimavelli í Rússlandi og seldi móðurfélagið Autovaz alls 362.356 bíla í fyrra. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: