Kínversk perla til Evrópu

Han EV flokkast sem lúxusbíll.
Han EV flokkast sem lúxusbíll.

Kínverski bílsmiðurinn BYD boðar komu sína á Evrópumarkað með flaggskip sitt, hinn hreina rafbíl Han EV.

Han er fyrsti rafknúni fólksbíll EV sem búinn er hinni nýju blaðrafhlöðu sem tryggir aukið drægi. Er rafhlaðan fyrirferðarminni en verið hefur sakir hinnar nýju tækni að baki henni.

Afköst Han eru í betra lagi en hann kemst í hundraðið úr kyrrstöðu á 3,9 sekúndum. Drægið er uppgefið 605 kílómetrar, sem BYD segir að verði haft til viðmiðunar í bílsmíði um heim allan.

Han EV verður einnig búinn svonefndum „DiPilot“, sjálflærandi snjallbúnaðar-aksturstækni BYD sem nýtir 5G-nettæknina.

Bíllinn hefur verið verðlagður á 45-55 þúsund evrur í Evrópu og fellur hann með því í flokk með úrvalsforstjórabílum. Áætlað er að hann komi á markað í heimalandinu í júnílok. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »