Tengiltvinnbílar sækja í sig veðrið

Tengiltvinnbílar eru í sókn.
Tengiltvinnbílar eru í sókn.

Alls nam hlutdeild tengiltvinnbíla (PHEV) í nýskráningum fólksbíla í Evrópu á fyrsta fjórðungi ársins, frá áramótum til marsloka, 7,5%, samkvæmt nýjustu gögnum Evrópska bílgreinasambandsins (ACEA).

Um er að ræða markaði í Evrópusambandslöndunum, EFTA-löndunum (Noregi, Sviss og Íslandi) og í Bretlandi. Hefur krafturinn í sölu tengiltvinnbíla ekki verið jafnmikill áður.

Heildarmarkaðurinn fyrstu þrjá mánuðina dróst saman um 26,3% frá sama tímabili í fyrra vegna lokana sem voru liður í stríðinu gegn kórónuveirunni. Heildarfjöldi seldra bíla nam 3.054.703 eintökum.Vöxtur í sölu tengiltvinnbíla var því fljótur að skila sér í hlutfallslega auknum markaðsskerf.

Þannig jókst sala tengiltvinnbíla um 81,7% í 228.210 eintök og hlutdeild þeirra í markaðinum jókst úr rétt ríflega 3% í 7,5%.

Hlutfallslega varð mest aukning í sölu rafbíla í Frakklandi fyrstu þrjá mánuðina, eða um 144% í 35.383 eintök. Í Þýskalandi varð aukningin 125% og eintök seld á fjórðungnum 52.449 talsins. Í þriðja sæti varð Bretland með 31.918, sem er 119% aukning, Noregur með 22.568 eintök, sem er samdráttur um 3,6% frá sama tímabili í fyrra. Í fimmta sæti varð Svíþjóð með 18.473 bíla sem er 87,8% aukning og Holland í sjötta sæti með 11.971 bíl sem er 15,7%. Er skerfur þessara sex landa í heildarmarkaði fyrir rafbíla það sem af er ári 76%.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »