Rafbílar efstir í Bretlandi

Jaguar I-Pace við rafhlöðu.
Jaguar I-Pace við rafhlöðu.

Tveir rafbílar, Tesla Model 3 og Jaguar I-Pace, eru í efstu sætum lista yfir söluhæstu bíla Bretlands í nýliðnum aprílmánuði.

Kórónuveirufaraldurinn hefur hrjáð breskt atvinnu- og efnahagslíf og eru bílaframleiðendur þar engin undantekning. Skrapp bílasala saman niður í næstum því ekki neitt, eða 4.321 bíl miðað við 160.000 í aprílmánuði í fyrra.

Sölulistinn þykir heldur óvenjulegur og bílar sem vermt hafa efsta sætið eða næstefsta árum saman urðu að lúta í lægra haldi fyrir rafdrifnu bílunum. Ný kynslóð Ford Fiesta, sem er uppáhaldsbíll Breta, hafði ekki roð við rafbílunum.

Tesla fór í 658 eintökum og hinn dýrari lúxusbíll I-Pace í 367 eintökum. Öllu alþýðlegri rafbíll komst inn á listann, eða Nissan Leaf sem varð í níunda sæti. Er óhætt að segja að rafbílarnir hafi hrifsað sviðsljósið til sín. Samþykkt hefur verið að frá og með árinu 2035 megi ekki selja bensín- og dísilbíla í Bretlandi. Halda mætti að Bretar væru farnir að búa sig undir þau kaflaskipti. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »