Glæsileg Jeep og RAM sýning

Þeir og fleiri verða til sýnis hjá ÍSBAND.
Þeir og fleiri verða til sýnis hjá ÍSBAND.

ÍSBAND,  umboðsaðili Jeep og Ram á Íslandi, efnir til jeppa- og pallbílasýningar næstkomandi laugardag, 6. júní. Sýndir verða óbreyttir og breyttir Jeep jeppar og RAM pallbílar.

Jeep Grand Cherokee verður m.a. sýndur með 33” og 35” breytingum og Jeep Wrangler Rubicon verður sýndur með 35”, 37” og 40” breytingum.  RAM pallbílar verða til sýnis með 37” og 40” breytingum. 

Þjónustuverkstæði ÍSBAND sérhæfir sig í breytingum á Jeep og RAM, en fyrirtælið er með umboð fyrir ameríska breytingafyrirtæki AEV, sem sérhæfir sig í breytingum á RAM og TeraFlex, sem sérhæfir sig í breytingum á Jeep.

Rjúkandi heitt Lavaza kaffi verður á könnunni og gos og snakk frá Ölgerðinni og Danól. 

Sýningin er í sýningarsal ÍSBAND í Þverholti 6 Mosfellsbæ og er opin á milli kl. 12-16.

mbl.is