Tómir vegir freista

Glannar eru á ferli á Interstate 5 hraðbrautinni sem liggur …
Glannar eru á ferli á Interstate 5 hraðbrautinni sem liggur upp alla vesturströnd Bandaríkjanna.

Tómir þjóðvegir af völdum kórónuveirufaraldursins freista hraðafíkla.

Þannig skýrir bandaríska stórblaðið The Los Angeles Times frá því að á vegum Kaliforníuríkis hafi rúmlega tvöfalt fleiri verið gómaðir fyrir akstur á yfir 160 km/klst. hraða í apríl en í eðlilegu árferði.

Hraðast mældist í mánuðinum Ford Camaro sem gómaður var á 266 km hraða á hraðbrautinni Interstate 5. Ekki fylgdi fregnum hvaða refsingu ökumaðurinn hlaut. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: