385.448 ökutæki í landinu

Eitt þeirra 385.448 ökutækja sem eru á íslensku ökutækjaskránni.
Eitt þeirra 385.448 ökutækja sem eru á íslensku ökutækjaskránni.

Heildar ökutækjafloti landsins stækkaði í fyrra og hefur þ.a.l. stækkað samfellt síðustu 10 árin. Heildafjöldi skráðra ökutækja nam 385.448 ökutækjum.

Fjölgunin frá 2011 nemur 86.750 ökutækjum en á sama tíma hefur fólki með fasta búsetu hér á landi fjölgað um 45.682. Hefur því bílaflotinn stækkað hraðar en fólksfjöldinn, að því er fram kemur í nýrri árbók Bílgreinasambandsins (BGS).

Færri bílar voru nýskráðir í fyrra en árið áður, eða um 35% færri.

mbl.is