MG nýtt bílamerki á Íslandi

MG ZS EV jeppinn verður frumsýndur hjá BL í Reykjavík …
MG ZS EV jeppinn verður frumsýndur hjá BL í Reykjavík 27. júní næstkomandi.

Bifreiðaumboðið BL er um það bil að hefja innreið nýs bílamerkis á Íslandi, MG. Riðið verður á vaðið með nýja sportjeppanum  MG ZS EV.

Þetta er ellefta bílamerkið sem BL hefur sölu á, en VMG ZS E jeppinn verður frumsýndur í sýningarsal BL við Sævarhöfða í Reykjavík 27. júní næstkomandi.

MG er sögufrægt merki í bílaframleiðslu sem margir þekkja frá gamalli tíð.

 „Hlutdeild umhverfismildra bíla hér á landi fer sífellt vaxandi á markaðnum og með MG ZS EV býðst almenningi nýr og spennandi kostur til að velja úr í flóru rúmgóðra og velbúinna rafbíla hjá BL,“ segir í tilkynningu.

mbl.is