Straumur við allar pumpur

Merkel Þýskalandskanslari leggur nú ofuráherslu á þróun og smíði rafbíla.
Merkel Þýskalandskanslari leggur nú ofuráherslu á þróun og smíði rafbíla.

Í tengslum við 130 milljarða styrki til að örva efnahags- og atvinnulíf Þýskalands eru ýmsar kvaðir settar varðandi bíla og innviði.

Lögð verður gríðarleg áhersla á þróun og smíði rafbíla á næstu árum, að því er ríkisstjórn Angelu Merkel boðar.

Lítið gagn er hins vegar af rafbílum ef lítið er aðgengið að sjálfum orkugjafanum, rafmagninu. Þess vegna fylgdi það með í stuðningspakkanum að setja skuli upp hraðhleðslustaura fyrir rafbíla á hverri einustu bensínstöð landsins, sem eru 14.118 talsins.

Í dag  mun vera að finna 28.000 rafhlöður í Þýskalandi og flestar heldur afkastalitlar. Er það sögð megin ástæða þess að rafbílar voru einungis 1,8% nýskráðra bíla í landinu í fyrra.

mbl.is