70.381 enginn massi

Mitshubishi Outlander tengiltvinnbíllinn (PHEV) er vinsæll í Frakklandi.
Mitshubishi Outlander tengiltvinnbíllinn (PHEV) er vinsæll í Frakklandi.

Franska bílablaðið AutoPlus spyr þeirrar spurningar í nýjasta tölublaði sínu hversu margir tengiltvinnbílar séu á frönsku bifreiðaskránni.

Það svarar henni í sama blaðið og bætir við að fjöldinn sé ekki nema dropi í hafið þegar heildarfjöldinn á bifreiðaskránni er skoðaður.

Alls voru 70.381 tengiltvinnbílar á skránni í nýliðnum maímánuði en heildarfjöldi skráðra bíla af öllum gerðum rúmlega 39 milljónir.

Blaðinu þykir ljóst að rafbílum muni fjölga mjög á næstunni vegna vaxandi framboðs á rafbílamódelum og fjárhagslegum ívilnunum, upp á 2.000 evrur á hvern keyptan rafbíl.

Vinsælasti tengiltvinnbíllinn í Frakklandi er Mitsubishi Outlander, með 6.859 skráð eintök. Þrír söluhæstu tvinnbílarnir í maí voru aftur á móti DS 7 Crossback E-Tense úr smiðju PSA-samsteypunnar, Peugeot 3008 Hybrid4 og Ford Kuga.

mbl.is