Hefja forsölu tvinnbíla frá Jeep

Jeep Compass.
Jeep Compass. mbl.is/​Hari

ÍSBAND, Jeep-umboðið í Mosfellsbæ,  hefur nú hafið forsölu á fyrstu tengiltvinnbílunum frá Jeep.

Í boði eru Jeep Compass í þremur útgáfum, Limited, Trailhawk og „S“ og Jeep Renegade í Trailhawk útgáfu.

Í tilkynningu segir að áætluð afhending bílanna til kaupenda sé október næstkomandi. Þar segir ennfremur, að þeir séu hlaðnir búnaði, svo sem fjórhjóladrifi með fimm drifstillingum og lágu drifi, bakkmyndavél, rafdrifnum leðursætum, rafdrifnum afturhlera, lykillausu aðgengi og ræsing, hita í stýri og framsætum, 8,4 tommu upplýsingaskjá með íslensku leiðsögukerfi, blindhornsvörn, bílastæðaaðstoð o.mfl.

Bílarnir eru boðnir á sérstöku forsöluverði. Jeep Renegade Trailhawk kostar 5.499.000 krónur   og Jeep Compass Limited kr. 5.999.000.

Jeep Renegade.
Jeep Renegade. mbl.is/RAX
mbl.is