Hörkutól fyrir íslenskar aðstæður

Nýr Land Rover Defender hefur vakið verðskuldaða athygli. Mbl.is tók bílinn í prufuakstur á dögunum og lét reyna á aksturshæfnina í ólíkum aðstæðum.

Jeppinn er stór í sniðum á alla mælikvarða en ótrúlega lipur fyrir því þegar ekið er innan borgarmarkanna. Hann sýnir hins vegar sitt rétta andlit þegar á reynir í möl og torfærum. Hann setur ný viðmið fyrir farartæki í veiðina og ferðalögin.

Í bílablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun er ítarleg umfjöllun um bílinn en sjón er jafnvel sögu ríkari.

mbl.is