Nýr Hyundai i10 frumsýndur á morgun

Nýr Hyundai i10 verður frumsýndur í Kauptúni á morgun, laugardag.
Nýr Hyundai i10 verður frumsýndur í Kauptúni á morgun, laugardag.

Hyundai umboðið Kauptúni 1 í Garðabæ frumsýnir á morgun, laugardag milli klukkan 12 og 16 nýjan og alveg breyttan Hyundai i10.

„Fáir Hyundai bílar hafa á undaförnum árum notið jafn mikilla vinsælda og Hyundai i10 sem hefur verði einn vinsælasti bíllinn í sínum flokki síðan hann var kynntur í eldri útgáfunni árið 2014. Ný gerð af i10 hefur ekki einungis fengið eftirtektarverðar útlitsbreytingar sem einkennast af mýkri línum og sportlegum stílhreinum framenda. Yfirbyggingin er lægri og breiðari til að auka þægindi fyrir farþega. Aðalljósin eru með LED dagljósabúnaði sem setur sportlegan svip á framenda bílsins. Innréttingin er mikið breytt og er m.a. 8“ snertiskjár með tengingum við Android Auto og Apple CarPlay auk leiðsögubúnaðar með Íslandskorti staðalbúnaður. Mikið hefur einnig verið lagt upp úr öryggisbúnaði svo sem árekstrarvörn, akreinavara og gardínu- og hliðarloftpúðum svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningu.

Nýr i10 er til í þremur útgáfum sem eru með mismunandi búnað. Ódýrastur er bíllinn í Classic útgáfu sem er vel útbúinn en í Comfort útgáfunni er aukalega t.a.m. með bakkmyndavél, 8” snertiskjár, rafdrifnar rúður og loftkæling. Í Style útgáfunni sem er dýrust eru aukalega m.a. 15 álfelgur, LED aðalljós og lykillaust aðgengi svo eitthvað sé nefnt.

Allar gerðirnar eru fáanlegar annað hvort með beinskiptingu eða sjálfskiptingu og vélin er alltaf sú sama í öllum gerðunum bensín, 66 hestafla og losar hún einungis 108 gr af CO2 á hverja 100km. Eldsneytis notkun er aðeins frá 4.7 lítrum á hverja 100km í blönduðum akstri. Nýr Hyundai i10 kostar frá 2.350.000 krónum.

Nýr Hyundai i10 verður frumsýndur í Kauptúni á morgun, laugardag.
Nýr Hyundai i10 verður frumsýndur í Kauptúni á morgun, laugardag.
mbl.is