Ameríkumenn aftur á ferðina

Á bandarískri hraðbraut.
Á bandarískri hraðbraut. AFP

Orkuyfirvöld í Norður-Ameríku segja að þar í álfu séu menn komnir aftur á ferðina eftir að hafa dregið úr ferðalögum og akstri vegna kórónuveirunnar.

Í vikunni fram að 19. júní seldu bensínstöðvar 9% meira eldsneyti en í vikunni þar á undan.

Seldist í téðri viku meira bensín frá í marsbyrjun og var notkunin í vikunni svipað því sem gerðist fyrir ári. Bensínverðið hækkaði í vikunni en er samt 20% lægra en á sama tíma fyrir ári.

mbl.is