Hættir að handsmíða risavélina

Stoltir vélsmiðir við lokaeintakið af hinni frægu og aflmiklu vél.
Stoltir vélsmiðir við lokaeintakið af hinni frægu og aflmiklu vél.

Um nýliðin mánaðamót urðu tímamót í sögu breska bílsmiðsins Bentley. Luku þá vélsmiðir fyrirtækisins við síðustu handsmíðuðu Mulsanne-risavélina sem framleidd hefur verið í 61 ár.

Um er að ræða 6¾ lítra V8-vél sem framleidd hefur verið óslitið í smiðjum Bentley í bænum Crewe í Englandi frá árinu 1959. Alls munu 36.000 eintök hafa verið smíðuð um dagana, að öllu leyti í höndunum.

Með tækniframförum hefur tekist að stytta smíðaferlið en eftir sem áður tekur um 15 stundir að bora vélarblokkina út. Öll stærðarmál eru nákvæmlega þau sömu og í fyrsta eintakinu frá 1959.

Nú er vélin komin á leiðarenda og sest verðskuldað í helgan stein ef svo mætti segja, þar sem smíði hennar hefur verið hætt. Áfram mun hún malla jafnvel einhverja áratugi í Bentley-bílum allra síðustu ára.

Engin V8-vél mun hafa verið framleidd ótruflað og þjónað jafn lengi og Bentley-risinn. Hún var uppfærð talsvert árið 2010 er hafði í för með sér 15% eldsneytissparnað. Vélaraflið var þó áfram hið sama, 530 hestöfl og togið 1.100 Newton-metrar. Um skeið var það meira afl en var að finna í nokkurri annarri bílavél.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »