Vörður nýtir ekki lögveðsrétt í ökutækjatryggingum

Á Miklubraut að morgni vinnudags.
Á Miklubraut að morgni vinnudags. mbl.is/Árni Sæberg

Tryggingafelagið Vörður segist ekki munu nýta lögveðsrétt í ökutækjatryggingum við innheimtu vangoldinna iðgjalda eftir eigendaskipti á bílum.

„Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um nýleg lög um ökutækjatryggingar, sem veita tryggingafélögum lögveðsrétt í ökutækjum vegna vangoldinna iðgjalda. Fram kemur í umfjölluninni að lögin séu m.a. illframkvæmanleg og ósanngjörn gagnvart kaupendum ökutækja, sem gætu þurft að sæta því að greiða upp skuldir fyrri eiganda ökutækis.

<div>

Vörður mun ekki nýta sér þessa heimild við eigendaskipti ökutækja fyrr en tryggt verður að kaupendur geti fullvissað sig um að ekki hvíli skuld vegna trygginga fyrri eiganda. Unnið er að varanlegri lausn sem tryggir hagsmuni kaupenda ökutækja,“ segir í tilkynningu frá Verði.

</div>
mbl.is