Hlutfall tengiltvinnbíla eykst jafnt og þétt

Þróun á hlutdeild orkugjafa síðustu 18 mánuðina á einstaklingsmarkaði.
Þróun á hlutdeild orkugjafa síðustu 18 mánuðina á einstaklingsmarkaði.

Alls voru 905 fólks- og sendibílar nýskráðir í júní, eða 38% færri en í sama mánuði 2019 þegar þeir 1.459.

Í tilkynningu frá bifreiðaumboðinu BL segir, að markaðshlutdeild fyrirtækisins hafi verið 21,3% í mánuðinum. Alls voru 4.728 fólks- og sendibílar nýskráðir á fyrri árshelmingi, þar af 1.057 af merkjum sem BL hefur umboð fyrir og er hlutdeild fyrirtækisins 22,4% það sem af er ári.

Af heildarfjölda nýskráðra fólks- og sendibíla BL voru 45 umhverfismildir; 35 rafbílar og 10 tengiltvinnbílar. Flestir rafbílanna voru frá Hyundai eða alls 17 og 12 frá Nissan. Af tengiltvinnbílum var meirihlutinn frá BMW eða 6.

„Um 14% kaupenda nýrra bíla á einstaklingsmarkaði völdu rafbíla í júní sem er heldur lægra hlutfall en fyrstu mánuði ársins. Á hinn bóginn valdi rúmlega fjórðungur einstaklinga tengiltvinnbíl í júní sem er aukning frá því í maí og má gera ráð fyrir áframhaldansi þróun í þá átt eftir því sem fleiri bíltegundir og undirgerðir þeirra fá tengiltvinntæknina,“ segir í tilkynningu BL.

Sé litið til fjölda nýskráninga á fyrri árshelmingi kemur í ljós að kaup einstaklinga á nýjum bílum hafa dregist saman um 1,8%, atvinnufyrirtækin nýskráðu 25,7% færri fólks- og sendibíla á tímabilinu og bílaleigurnar 75,2% færri heldur en fyrstu sex mánuði síðasta árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina