Kia efst í áreiðanleikakönnun J.D Power

Kia Sorento
Kia Sorento

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun banda­ríska grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könn­un J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni.

Fjórir Kia bílar urðu hlutskarpastir hver í sínum flokki. Kia Sorento, Kia Soul, Kia Forte og Kia Sedona en tveir síðastnefndu bílarnir eru ekki seldir á Evrópumarkaði.

Kia Sorento sigraði í flokki sportjeppa en hann hefur verið einn vinsælasti sportjeppinn hér á landi síðustu misserin, að sögn Öskju, sem fer með umboð fyrir Kia á Íslandi.

Kia Soul vann flokk rafbíla en hann hefur verið einn söluhæsti rafbíllinn á Íslandi undanfarin ár.

Í könn­un J.D. Power voru rúm­lega 87 þúsund bí­leig­end­ur nýrra bíla árgerð 2020 spurðir fjölmargra spurn­inga á mörg­um mis­mun­andi sviðum um áreiðan­leika bíla þeirra og bil­an­ir á fyrstu 90 dögum. Með þess­ari könn­un er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bíla­fram­leiðenda. Þetta er í 34. skipti sem könnun J.D. Power er framkvæmd en hún þykir ein virtasta áreiðanleikakönnunin í bílageiranum. 

Eins og áður segir urðu bílaframleiðendurnir Kia og Dodge jafnir í efsta sætinu en RAM og Chevrolet urðu jafnir í 3-4 sæti. Genesis varð í efsta sæti lúxusbílamerkja.

Kia Soul hefur gengið vel.
Kia Soul hefur gengið vel.
mbl.is