Raf-kappakstur á 761 hesta Porsche

Ekki er amalegt að spretta úr spori á Porsche Taycan
Ekki er amalegt að spretta úr spori á Porsche Taycan

GTS Iceland, íslenska mótaröðin í Gran Turismo Sport, mun í kvöld standa fyrir kappakstri. Hann fer fram í boði Porsche hjá Bílabúð Benna og verður keppt á nýja ofur-rafbílnum Porsche Taycan Turbo S.

Aðstandendur keppninnar lofa því að, á Spa Francorchamps brautinni, muni þátttakendur fá að upplifa sína villtustu akstursdrauma á rafbílnum Taycan. Keppnin fer fram yfir netið í kappakstursleiknum Gran Turismo Sport á PlayStation 4 leikjatölvum og eru vegleg verðlaun í boði.

Áhugasamir eru hvattir til að taka þátt og horfa á beina útsendingu frá keppninni. Hægt er að fræðast um tímasetningar og framkvæmd  hér:

Rafbílaíþróttir hafa sótt í sig veðrið hérlendis á undanförnum árum, enda um frábæra skemmtun að ræða bæði fyrir keppendur og áhorfendur,“ segir í tikynningu.

mbl.is