Eitt stykki bílsmiðja til sölu

Smart í smíðum í bílsmiðjunni í Hambach í Frakklandi.
Smart í smíðum í bílsmiðjunni í Hambach í Frakklandi.

Daimler, móðurfélag Mercedes-Benz, hefur ákveðið að flytja framleiðslu smábílanna Smart til Kína og hefur því auglýst Smart-smiðjuna í Frakklandi til sölu.

Smart hefur frá upphafi verið smíðaður í bílsmiðju Daimler í Hambach í Frakklandi en hún er fórnarlamb kórónuveirukreppunnar sem vegna hruns í sölu nýrra bíla og mikil umframafköst í framleiðslulínunni hefur kallað  á djúpstæða uppstokkun framleiðslustefnu Daimler.

Smart hefur verið smíðaður í Hambach frá 1997  og starfsmenn bílmiðjunnar eru 1.600. Þar voru smíðuð rúmlega 80.000 Smart í hitteðfyrra, 2017. Verður framleiðsla bílanna flutt frá Frakklandi til Kína þar sem smíðiskostnaður er mun lægri.

mbl.is