Vetnisknúnir þungir flutningabílar

Fyrstu vetnisknúnu flutningabílarnir frá Hyundai eru komnir til Evrópu.
Fyrstu vetnisknúnu flutningabílarnir frá Hyundai eru komnir til Evrópu.

Hyundai smíðar annað og meira en bara fólksbíla. Hyggst kóreska fyrirtækið hasla sér völl í framleiðslu vöruflutningabíla sem fá allt sitt afl úr vetni.

Hyundai hefur þegar sent tíu fyrstu bílana til Sviss en í fyrsta áfanga verða smíðuð 50 eintök af bílnum, XCIENT Fuel Cell, fyrir þann markað.

Í Sviss verður byrjað afhenda kaupendum bílana í september. Er um að ræða fyrsta vetnisknúna vörubíl heims, að sögn Hyundai. Áform fyrirtækisins er að framleiða alls 1600 eintök af XCIENT fyrir árið 2025.

Með því segist Hyundai skuldbinda sig til framtíðar með umhverfisvænni bíltækni.

Langdrægi

XCIENT Fuel Cell fær afl afl sitt frá 190 kílóvatta vetnis rafkerfi sem byggist á tveimur 95 kílóvatta vetnisvélum. Er orkuforðinn geymdur í sjö stórum vetnistönkum sem rúma 32,09 kíló af vetni.

Drægi flutningabílsins XCIENT er um 400 kílómetrar á tankfylli. Tekur aðeins frá  8 til 20 mínútur að dæla aftur á tankinn.

Til viðbótar  XCIENT Fuel Cell bílnum vinnur  Hyundai að þróun flutningabíls sömu stærðar með allt að 1.000 kílómetra drægi. Markaður fyrir slíkan bíl er fyrst og fremst í Bandaríkjunum og Evrópu, að sögn kóreska bílsmiðsins.

mbl.is