Snúa aftur hljóðlausir

Þessi öldungur verður ekki ódýr þegar honum hefur verið breytt …
Þessi öldungur verður ekki ódýr þegar honum hefur verið breytt í rafbíl.

Hjá belgíska fyrirtækinu Monceau Automobiles í Liege er nú hægt að kaupa nokkrar gamlar og góðar útgáfur af klassískum drossíum.

Í fyrstu er staðnæmst við þrjú Mercedes Benz módel sem fengju nýja drifrás; brunavélin rifin úr og rafmótor og rafgeymum komið fyrir í honum í staðinn.

Fyrstu bílarnir sem endurvaktir verða til lífs með þessum hætti eru SL og SLC úr W107 seríunni og W111 coupé og blæjubíll. R og C107 verða með rúmlega 250 km drægi og 160 km/klst topphraða og snerpan sýnir sig í því að þeir verða undir sjö sekúndum úr kyrrstöðu í hundraðið. W111 módelið er sagt ögn lengur í hundraðið.

Monceau Automobiles byggir bílana upp á eigin forsendum til að halda sama staðli fyrir þá alla. Dugar ekki að koma með sitt gamla eintak af þessum bílum og fá V8 brunavélinni skipt út fyrir rafmótora.

Hjá fyrirtækinu í Liege kaupa svogott sem nýjan bíl með nýjustu tækni rafvéla og rafeindatækni til að lágmarka kolefnisspor bílanna.

Verð á umbreyttum eðalbílunum frá Mercedes hefur ekki verið látið uppi. Forstjórinn Rel Pollen segir þó við vefsetrið insideEVs að að lágmarksverð eintaks af eSLC verði um 179.000 dollarar eða sem svarar til 25 milljóna íslenskra króna. Fyrir Mercedes eSL er lágmarksverðið 10.000 dollurum hærra, eða 189.000 dollarar.

Monceau Automobiles byggir upp bílana og breytir.
Monceau Automobiles byggir upp bílana og breytir.
Þessir drekar höfú nokkuð hátt með V8 vélar, en eru …
Þessir drekar höfú nokkuð hátt með V8 vélar, en eru nú orðnir hljóðlausir.
mbl.is

Bloggað um fréttina