Mitsubishi snýr baki við Evrópu

Fyrsti fulltrúi sjöttu kynslóðar Mitsubishi L200.
Fyrsti fulltrúi sjöttu kynslóðar Mitsubishi L200.

Mitsubishi ætlar ekki  að koma með  fleiri ný bílamódel á markað í Evrópu, að því er stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið.

Áfram ætlar japanski bílsmiðurinn þó að  bjóða núverandi módel áfram og sinna eftirþjónustu við kaupendur þeirra.

Miðstöð bílsmíði heima fyrir - Pajero Manufacturing sem stofnsett var 1943 - verður lokað og bílsmíðin þar flutt til Okazaki.

Tilgangurinn með aðgerðunum er að ná fastakostnaði í bílsmíðinni niður um 20% og endurfókusera á „kjarnasvæði og kjarnatækni“. Markmið Mitsubishi er að sinna mörkuðum í Suðaustur-Asíu betur. 

mbl.is