Hreinn rafbílabær

Bæjarbúar í þorpinu Appy munu eingöngu fara um á rafbíl.
Bæjarbúar í þorpinu Appy munu eingöngu fara um á rafbíl.

Franskur smábær, Appy,  í Pýrenneafjöllum hefur skorað Norðmenn á hólm í rafbílavæðingu.

Má segja að litli bærinn í fjöllunum, skammt frá Andorra, ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur hæstur.  

Hverju og einasta hinna 26 heimila í bænum verður færður hreinn rafbíll af gerðinni Renault Zoe til afnota og heimahleðslustöð fylgir hverjum bíl.

Þetta er liður í þriggja ára tilraunum franska bílsmiðsins Renault. Mun það  heyra sögunni til að Appy sé eitt einangraðasta fjallaþorp Frakklands. Þar hjálpar Zoe upp á sakir en hann er með 390 km drægi. Má segja að rafbíllinn rjúfi einangrun þorpsins fagra.

Bæjarbúar í þorpinu Appy munu eingöngu fara um á Renault …
Bæjarbúar í þorpinu Appy munu eingöngu fara um á Renault Zoe rafbílum.
mbl.is