Yfir 300.000 rafbílar

Nýjasta útgáfa Renault Zoe dregur allt að 390 km.
Nýjasta útgáfa Renault Zoe dregur allt að 390 km.

Það tók Renault átta ár að smíða fyrstu 200.000 rafbíla sinna. Þeim áfanga var náð um áramótin 2018/19.

Nú hálfu öðru ári seinna er fjöldinn kominn í 300.000 bíla. Og tempóið í rafbílasmiðjum Renault eykst hröðum því á fyrri helmingi ársins í ár hefur sala rafbíla Renault aukist um 38% miðað við sama tímabil í fyrra og nam 42.000 eintökum.

Í Frakklandi er nú að finna rúmlega 100.000 eintök af rafbílnum Renault Zoe.

mbl.is