96% nýskráðra Volvo lúxusbíla eru hybrid bílar

Vinsælir Volvo tvinnbílar.
Vinsælir Volvo tvinnbílar.

Þess er ekki langt að bíða að frumsýndur verður hér á landi hreinn rafjeppi af gerðinni Volvo XC40, að sögn Brimborgar, sem fer með umboð fyrir Volvo á Cars Group  Íslandi.

„Volvo hefur verið í fararbroddi með tengiltvinntækni (PHEV) undanfarin ár og nýlega bættist í flóruna Mild Hybrid dísilbílar,“ segir í tilkynningu.

Fyrstu sjö mánuði ársins hafa verið nýskráðir 241 nýir Volvo sem undanfarin ár hefur verið mest seldi lúxusbíllinn á Íslandi, segir Brimborg. „Það má ekki síst þakka forystu Volvo í tvinntækninni en 96% af sölu Volvo á Íslandi eru tvinnbílar. Af þeim eru 84% búnir tengiltvinntækni (PHEV) og 12% búnir Mild Hybrid tækni.

Vinsælustu Volvo hybridbílarnir eru jepparnir þrír, Volvo XC40, Volvo XC60 og Volvo XC90.

mbl.is

Bloggað um fréttina