Unnu rafbílarallið á Opel Corsa-e

Arthur og Thierry með sigurlaunin við keppnisbíl sinn.
Arthur og Thierry með sigurlaunin við keppnisbíl sinn.

Núverandi heimsmeistarar í ERRC Consumption Cup, Artur Prusak frá Póllandi og Thierry Benchetrit frá Frakklandi sigruðu í rafbílarallý keppni sem lauk um helgina. Keppnin stóð yfir frá því á fimmtudag og var æsispennandi fram á síðustu metra.

Keppendur voru bæði erlendir og íslenskir og tóku 7 lið þátt. Keppnin er haldin í samvinnu við FIA og Akís og er hluti af heimsmeistarakeppninni í eRally sem haldin er á mörgum stöðum um allan heim.

„Rafbílarallið er tvíþætt þar sem annarsvegar er keppt í tímatöku og hins vegar er keppt í sparakstri. Unnu þeir Artur og Thierry heildarkeppnina ásamt því að vera með lægsta orkunotkun, enda höfðu þeir valið sérstaklega til verksins nýjustu tæknina í rafbílaheiminum í Opel Corsa-e. Einnig undirbjuggu þeir sig afar vel fyrir keppnina og nýttu góða veðrið í vikunni sem leið til að æfa sig og læra vel á bílinn,“ að því er segir í tilkynningu.

Arthur og Thierry fannst einstaklega gaman að keyra á Íslandi. „Við erum með mikið hærri meðalhraða hér en í öðrum löndum og landslagið gerir keppnina einstaklega erfiða en jafnframt skemmtilega, við hlökkum mikið til að taka þátt aftur hér á landi“ sagði Arthur eftir keppnina.

Í öðru sæti lentu Rebekka Helga Pálsdóttir og Auður Margrét Pálsdóttir en í þriðja sæti lentu Guido Guerrini og Francesca Olivoni frá Ítalíu.

Rafbílakeppninni er ætlað að vekja áhuga almennings á rafbílum og málefnum þeim tengdum enda er mikilvægi þeirra alltaf að verða meira og meira.

Arthur og Thierry fagna sigri í rarallinu við keppnisbíl sinn.
Arthur og Thierry fagna sigri í rarallinu við keppnisbíl sinn.
Rebekka Helga Pálsdóttir og Auður Margrét Pálsdóttir komust upp á …
Rebekka Helga Pálsdóttir og Auður Margrét Pálsdóttir komust upp á milli útlendinganna í rafrallinu.
mbl.is