Langt í land

Búlgarskir flutningabílar líða fram sem lygnstreym á. Þarna á sér …
Búlgarskir flutningabílar líða fram sem lygnstreym á. Þarna á sér stað mikil losun gróðurhúsalofts. AFP

Búlgarar eru til meiri vandræða en allir aðrir í Evrópu hvað varðar losun bíla á gróðurhúsalofti, koltvíildi.

Að meðaltali losaði hver bíll í Búlgaríu á liðnu ári, 2019, samtals 137,6 grömm af gróðurhúsalofti á hvern ekinn kílómetra. Mun það vera Evrópumet.

Hollendingar stefna í öfuga átt enda hlutfallslega margir rafbílar í umferðinni þar í landi. Losar hver bíll í Hollandi 98,4 grömm/km koltvíildis.

Í ríkjum Evrópusambandsins í heild var meðaltalslosunin 123 grömm/km í fyrra.

mbl.is