Fiat á frönskum undirvagni

Fiat Chrysler (FCA) og Peugeot Citroen (PSA) spila á samlegðaráhrif …
Fiat Chrysler (FCA) og Peugeot Citroen (PSA) spila á samlegðaráhrif samnýtingar íhluta og bíltækni. AFP

Frétt bílablaðsins Automotive News um smíði smábíla PSA/FCA samsteypunnar þarf ekki að koma svo mjög á óvart.

Samstarfsaðilarnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að bílarnir munu hvíla á undirvagni frá PSA, sem er samsteypa frönsku bílsmiðanna Peugeot og Citroen.

Samsteypurnar tvær, PSA/FCA, hafa lengi rætt um að gríðarlegur ávinningur gæti falist í samnýtingu einstakra íhluta eða kerfa í framleiðslubílum fyrirtækjanna.

mbl.is