Rolls kynnir nýjan „Draug“

Stúdíómynd sem Rolls-Royce sendi frá sér í gær af „Ghost“.
Stúdíómynd sem Rolls-Royce sendi frá sér í gær af „Ghost“. AFP

Ellefu árum eftir að Rolls-Royce mætti á markað með lúxusvagninn Ghost hefur fyrsta kynslóð bílsins verið leyst af hólmi.

Nýr „Draugur“ var kynntur til leiks í gær en hann situr ekki lengur á undirvagni frá BMW heldur nýjum frá Rolls, reyndar hinum sama og er að finna undir Phantom og Cullinan bílunum. Burðargrind bílsins og yfirbygging er úr áli.

Þá hverfur Rolls frá notkun 6,6 lítra V12 vélinni og brúkar 6,75 lítra vél í staðinn, sem verður með tveimur forþjöppum. Hún verður stillt til að leggja ökumanni til allt að 563 hestöfl við 5.000 snúninga og 850 tog við 1.600 snúninga. Tengd við átta hraða ZF sjálfskiptingu má koma hinum 2,5 tonna volduga bíl að ná 100 km/klst hraða úr kyrrstöðu á aðeins 4,8 sekúndum.

Það þarf vart að taka fram, að í lúxusubíl frá Rolls er allur öryggis-og hjálparbúnaður í toppklassa. Hið sama er að segja um öll þægindi í bílnum og akstursánægju. 

mbl.is