Skoda kynnir rafjeppann Enyaq

Skoda Enyaq iV rafjeppinn
Skoda Enyaq iV rafjeppinn

Skoda svipti nýjan jeppa hulum í dag en þar er um að ræða fyrsta rafknúna jeppa tékkneska bílsmiðsins. Ber hann heitið Enyaq.

Bíllinn er byggður upp af sama undirvagni og Volkswagen ID.3 og Cupra el-Born. Hann verður hægt að fá í ýmsum útfærslum og mörgum rafgeymastærðum. Grunnbíllinn Enyaq iV 60 verður  búinn 62 kílóvattstunda geymi sem býður upp á 385 kílómetra drægi. Hann verður líka fáanlegur með afturdrifi. 

Toppútgáfan Enyaq iV 80 verður með 82 kílóvattstunda rafgeymi og fæst annað hvort með framdrifi eða drifi á öllum fjórum hjólum. Uppgefið drægi fullrar hleðslu er 505 kílómetrar.

Tengdur við allt að 125 kílóvatta hraðhleðslu má hlaða geymi úr 10% hleðslu í allt að 80% á 38 mínútum.

Skoda áætlar að Enyaq komi á götuna næsta vor, 2021.

Nýi Skoda Enyaq iV rafjeppinn var merktur Frakklandsreiðinni á hjólreiðum …
Nýi Skoda Enyaq iV rafjeppinn var merktur Frakklandsreiðinni á hjólreiðum en bílsmiðurinn er stærsti styrktaraðili keppninnar.
Nýi Skoda Enyaq iV rafjeppinn.
Nýi Skoda Enyaq iV rafjeppinn.
mbl.is