Fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Mazda

Mazda MX-30, nýi hreini rafbíllinn frá Mazda.
Mazda MX-30, nýi hreini rafbíllinn frá Mazda.

Mazda MX-30, fyrsti 100% hreini rafbíll Mazda, er nú á leiðinni til Íslands og mun Brimborg bjóða hann með ríkulegum staðalbúnaði, víðtækri ábyrgð og innbyggðri varmadælu á verði frá 3.980.000 kr.

„Bílar hins japanska bílaframleiðanda Mazda hafa notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi í áratugi sökum gæða og einstakra aksturseiginleika og nú kemur sá fyrsti sem er eingöngu knúinn rafmagni,“ segir í tilkynningu.

Forpöntun á Mazda MX-30 hefst í vefsýningarsal Brimborgar á miðnætti 4. september. Sýningar- og reynsluakstursbílar koma til Íslands í október og afhendingar til viðskiptavina hefjast í lok árs.

Í grunnbúnaði MX-30 er að finna bakkmyndavél, fjarlægðarstillanlegan hraðastilli, GPS vegaleiðsögn ásamt umferðaskiltalesara, öflug hljómtæki, 8,8“ skjá, Mazda Connect með usb tengingu fyrir Android Auto eða Apple Car Play, leðurklætt stýrishjól, tölvustýrða miðstöð með loftkælingu (AC) og 18“ álfelgur svo fátt eitt sé nefnt. Rafvélin er 145 hestöfl og skilar 270,9 Nm af togi.

Hleðsla einu sinni í viku

Daglegur meðalakstur á Íslandi er um 40 km og með 35,5 kWh rafhlöðunni er bæjardrægi  265 km og blandað drægi með langkeyrslu 200 km.  Bæjardrægii rafbíla er oft umtalsvert meiri en langakstursdrægni sökum þess að hraði er minni og hemlaorka nýtist oftar til að hlaða inn á drifrafhlöðuna. Miðað við hefðbundna bæjarnotkun þá þarf aðeins að hlaða drifrafhlöðuna að jafnaði á viku fresti.

Mazda MX-30 er 100% rafbíll, með 6,6 kW 16A hleðslustýringu og í einfasa 7,4 kW heimahleðslustöð eða í vinnu er hægt að hlaða úr 20% í 80% drægi á rúmum þremur klukkustundum. Tóma rafhlöðu má síðan fullhlaða yfir nótt á 5 klst. Fyrir lengri ferðir út á land þarf að bæta á rafmagni og í algengustu hraðhleðslustöðvum á Íslandi, 50 kW, tekur aðeins 36 mínútur að hlaða úr 20% í 80% drægi.

Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi því hún vinnur best frá 5 gráðum undir frostmarki og til 15 gráðu hita. Er dæla staðalbúnaður í Mazda MX-30 hér á landi. Varmadæla endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir bæði miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir kleift að að spara orku drifrafhlöðunnar við hitun eða kælingu bílsins. Það getur munað allt að 30 km eða um 15% af drægi bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki.

5 ára víðtæki ábyrgð

„Við hönnun Mazda MX-30 var ekkert slakað á gæðakröfum japanska bílaframleiðandans sem
endurspeglast í 5 ára víðtækri ábyrgð á bílnum og 8 ára (eða 160.000 km.) ábyrgð á rafhlöðu. Ábyrgðarskilmálar gilda aðeins um bíla sem eru seldir hjá Brimborg og eru háðir því að bíllinn komi í þjónustu þar.

Brimborg opnar fyrir pantanir í bílinn frá og með miðnætti í kvöld, 4. september. Hann kostar frá 3.980.000 krónum og greiðst 400.000 krónur við staðfestingu pöntunar. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í október og afhendingar til kaupenda hefjast í lok árs.

Helstu mál og stærðir Mazda MX-30:

Lengd: 4,395 m
Breidd: 1,795 m
Hæð: 1,555 m
Stærð á skotti 366 lítrar, stækkanlegt 1171 lítra
Veghæð: 15., sentímetrar
Eigin þyngd: 1.750 kg
Þyngdardreifing milli fram- og afturáss: Nálægt 50/50

Mazda MX-30, nýi hreini rafbíllinn frá Mazda.
Mazda MX-30, nýi hreini rafbíllinn frá Mazda.
Mazda MX-30, nýi hreini rafbíllinn frá Mazda.
Mazda MX-30, nýi hreini rafbíllinn frá Mazda.
Mazda MX-30, nýi hreini rafbíllinn frá Mazda.
Mazda MX-30, nýi hreini rafbíllinn frá Mazda.
Mazda MX-30, nýi hreini rafbíllinn frá Mazda.
Mazda MX-30, nýi hreini rafbíllinn frá Mazda.
mbl.is