Rafbílar á toppnum

Tvinnbíllinn Mitsubishi Outlander (PHEV).
Tvinnbíllinn Mitsubishi Outlander (PHEV).
Þrátt fyrir 5,8% samdrátt á breskum bílamarkaði í ágústmánuði í heild sinni þá þykir athyglisverð sú aukning sem varð í sölu á rafbílum.

Í ágúst í fyrra voru nýskráðir rafbílar 3.150 en í sama mánuði í ár voru eintökin 5.600.

Aukningin varð enn meiri hvað sölu á tengiltvinnbílum varðar, eða úr 930 eintökum í fyrra í 3.000 nú.

Fjórði hver seldur bíll í ágústmánuði var knúinn rafmagni að hluta til eða öllu leyti.
mbl.is