Toyota þróar og smíðar jeppa til tunglferða

Tungljeppi Toyota, Lunar Cruiser, er frábrugðinn öllum farartækjum sem japanski …
Tungljeppi Toyota, Lunar Cruiser, er frábrugðinn öllum farartækjum sem japanski bílaframleiðandinn hefur smíðað um dagana.

Toyota er vant því úr sögu sinni að setja markið hátt en næsta farartæki bílsmiðjunnar með færni til utanvegaraksturs er verulega frábrugðið fyrri bílum Toyota. Er þar um að ræða jeppa til ferðalaga á tunglinu sem verið er að þróa í samstarfi við japönsku geimferðastofnunina (JAXA).

Toyota hannar og smíðar tungljeppann en JAXA sér um að koma honum á braut í geimskoti, sem áætlað er eftir áratug, 2030. Á tunglinu verður jeppinn ferðast um yfirborð hans við vísindarannsóknir og mælingar. Þar ætla Japanir að reisa þorp sem hugsað er til langvarandi viðveru vísindamanna. Verður jeppinn nýttur þaðan.

Áform þessi eru skammt á veg komin en tungljeppinn er einnig hugsaður til rannsókna á reikistjörnunni Mars síðar meir.

Jafnþrýstiklefi verður í jeppanum og því munu geimfarar geta afklæðst fyrirferðamiklum geimbúningnum inni í bílnum og athafnað sig þar án hans á ferð. Þrýstiklefinn verður 13 rúmmetrar og er þar rými fyrir tvær manneskjur til langferða og tvær til viðbótar í neyð.

Bíllinn verður rafknúinn. Orkuna fær hann úr geislum sólarinnar sem sólskermur mun fanga.

JAXA áformar að senda menn til tunglsins á fjórða áratugnum en undanfari þess verður að skjóta jeppanum þangað árið 2029. Hann er á stærð við smárútu, sex metra langur, 5,2 metrar á breidd og 3,8 metrar í hæsta punkt.

Eins og fyrr segir hafa Japanir gefið sér áratug í að koma starfsemi sinni á tunglinu á koppinn. Jeppinn hefur fengið nafnið Lunar Cruiser sem tengir sterkt við almenna og bílaframleiðslu Toyota og frægasta jeppa þess, hinn fjórhjóladrifna Land Cruiser. Þróunarjeppinn verður í fyrstu miðaður við íveru tveggja geimfara og hafurtask þeirra til 10.000 kílómetra rannsóknarleiðangurs um yfirborð tunglsins.

Tungljeppi Toyota, Lunar Cruiser, er frábrugðinn öllum farartækjum sem japanski …
Tungljeppi Toyota, Lunar Cruiser, er frábrugðinn öllum farartækjum sem japanski bílaframleiðandinn hefur smíðað um dagana.
Tungljeppi Toyota, Lunar Cruiser, er frábrugðinn öllum farartækjum sem japanski …
Tungljeppi Toyota, Lunar Cruiser, er frábrugðinn öllum farartækjum sem japanski bílaframleiðandinn hefur smíðað um dagana.
Tungljeppi Toyota, Lunar Cruiser, er frábrugðinn öllum farartækjum sem japanski …
Tungljeppi Toyota, Lunar Cruiser, er frábrugðinn öllum farartækjum sem japanski bílaframleiðandinn hefur smíðað um dagana.
mbl.is