Nýorkubílar 66,7% allra keyptra bíla

Langbakurinn og tvinnbíllinn Kia Ceed Sportswagon.
Langbakurinn og tvinnbíllinn Kia Ceed Sportswagon.

Í nýliðnum september seldust 1.014 nýir fólksbílar, eða 41,8% fleiri bílar en í sama mánuði í fyrra.

Þar með hafa selst 7.268 nýir fólksbílará fyrstu níu mánuðum ársins, eða 26,1% færri en á sama tímabili í fyrra.

Samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu (BGS) hefur sala til einstaklinga aukist á árinu um 3,0% á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Sala til almennra fyrirtækja (fyrirtæki önnur en bílaleigur) hefur aftur á móti dregist saman um 8,1% það sem af er ári.

Nýorkubílar standa enn fyrir meirihluta bílakaupa hjá einstaklingum á árinu, eða 66,7% af öllum seldum nýjum bílum til einstaklinga það sem af er ári. Þetta hlutfall var 42,2% á sama tíma á síðasta ári.

Svipað gildir um almenn fyrirtæki (önnur en bílaleigur) en 58,9% allra nýrra bíla sem þau hafa keypt á árinu eru nýorkubílar samanborið við 38,9% á sama tíma á síðasta ári.

mbl.is